Að vera, eða vera ekki með nafla?

Þegar ég var yngri, þá var ein stúlka á vinnustað sem ég vann á sem var eitt sinn fjarverandi í einn eða tvo daga, útaf fegrunaraðgerð þar sem verið var að "gera" nafla á hana.

Mér skyldist síðar meir að eitthvað hafði komið uppá við fæðingu hennar og ekki hefði myndast þessi "hefðbundni" nafli eins og er á krökkum svona alla jafnan. Eflaust eru læknisfræðileg rök á bakvið þetta nafnaleysi hjá tékkneska stelpugreyinu.


mbl.is Kynþokkafyllsta konan naflalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinfest tæklar bankakreppuna...

Ég var að lesa sinfest.net sem er alltaf jafn æðisleg síða. (vef myndasaga fyrir þá sem ekki þekkja til, mæli með þeim)

Allavegana, rakst á þessa æðislegu strípu: Bankakreppa

(vona að linkurinn virki...) Varð bara að deila þessu með ykkur. Þetta er svo satt að það stingur í hjartað. Með öðrum orðum, þeim sem bera ábyrgð á þessu, verður aldrei refsað.


Kaldhæðni örlaganna.

Mikið væri kaldhæðnislegt ef að ,,aðgerðir'' Browns yrði til þess valdandi að breska bankakerfið legðist á hliðina. Ef aðgerðir skyldu kallast, minnir ekki betur en að aðgerðir
skilgreinist sem *skipuagt*, hjal Browns er í mesta lagi tætingsleg
örvæntingarfull tilraun til að beina sjónum umheimsins og breskra
ríkisborgara frá efnahagi Breta. Þá hefði þetta heldur betur snúist í höndum hans. Eins illa sagt og það er, þá nánast myndi hlakka í mér yfir þessu. Þó er ég nokkuð viss um að ef bankarnir þar færu á hliðina, yrði það eins og olía á eldinn í þessari heimskreppu sem flestir virðast vera að berjast við þessa dagana.
mbl.is Bankaáhlaup af hálfu bresku sveitarfélaganna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. Brown veður aurinn...

Mér sýnist á öllu, að Herra Brown sé einvörðungu að reyna að fela hve miklum aur ríkisstjórn hans er uppfull af. Efnahagsástand heima fyrir er ekki sem best, og er ágætt fyrir þá að finna sér blóraböggul, eins og margir hafa haldið fram. En hverju á maður svosem að trúa? Ríkistjórnin lýgur sig langa, sama með þrjá (fyrrverandi) stærstu bankana... Sjálfsagt restin af öllu? 

Restin af blogginu er ekki beintengd fréttinni, en tengist þó þessu málefni, þið sem hafið ekki áhuga á að lesa það, er bent á að hætta núna.

Ekki þar fyrir, að seðlabankastjóri er genginn af göflunum og ætti að loka inni fyrir sín ummæli, enda er hann búinn að afreka að setja 3 banka gjörsamlega á hausinn núna, í góðu samstarfi við Baug, Björgólfsfeðga og þá frábæru og hæfu ríkisstjórn sem við höfum, hverjum öðrum dettur í hug að setja smið í bakarí og láta baka kökur... Get ekki betur séð en að hann baki eintóm vandræði!

Eitt enn, sem mætti minnast á, að það hefur lítið verið að marka orð bankastjóranna og ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætlast fólk til þess að maður trúi orði sem þessir vitleysingar segja?

Mér þykir ástandið hér heima afar dularfullt, ríkisstjórnin vill engan hengja, en meðan allir þeir sem klúðra sem mest fá að hanga í sínum stöðum óáreittir, er ríkisstjórnin rúin öllu trausti! Þetta veit fólk og almenningur á eftir að fá nóg, ef hann hefur ekki gert það nú þegar.  Ég myndi vilja sjá opinbera rannsókn TAFARLAUST! Að henni verði fylgt eftir með hörku. Án þess að nokkur sé sakfelldur fyrir alvarleg mistök og stjórnun sem jaðrar við mikilmennskubrjálæði (eða jaðrar ekkert við, heldur hreinlega er!) verður þetta í ruglinu.

Ég minntist á við vinnufélagana nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór á hausinn að hann væri á leið þangað, þrátt fyrir "góða eignarfjársstöðu" og bla bla bla... En Glitnir fór, þar með lánstraust bankanna, og þar með fór Landsbankinn. Næstur var náttúrulega Kaupþing, og hvað næst? SPRON? Ísland? Ef við tökum ekki þetta lán fer  Ísland sjálfsagt í þrot. Ég held ég flýji land um svipað leiti, á baðkari, þar sem allar samgöngur verða hvort eð er orðnar löngu síðan stopp.

Væri ekki bara ágætt að fá rússa til að taka yfir Ísland? Pútín virðist amk hafa meiri hemil á þessum helsvítans óreiðumönnum og heimskum pólítíkusum...

Ég veit ekki með ykkur, en ég er orðinn langþreyttur á óvissunni og ruglinu sem er í gangi hér á landi.


mbl.is Fjármunir færðir til bresks útibús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3. Hvað gerist eftir kreppuna?

Þó ég hafi áhyggjur af kreppunni, og öllum þessum vandræðum, atvinnuleysinu og öllu saman. Þá hef ég meiri áhyggjur af því sem gerist eftir kreppuna.

Sagan hefur kennt okkur einn hlut varðandi alvarlegar kreppur, það sem rífur okkur uppúr þeim er oftar en ekki hernaðarbrölt. Hvaða stjórnmálaflokkar komast til valda í kreppunni eða lok hennar? Verða það íhaldsmenn, kommúnistar eða jafnvel, hópur sem vill ná völdum, jafnvel yfir öðrum þjóðum, á mjög siðlausan hátt? Ég hef svosem ekki miklar áhyggjur af svona ástandi hér heima, en erlendis, hef ég vissulega áhyggjur af þessu.  Kannske óþarfar, en sagan á því miður það til, að endurtaka sig, við munum nefninlega ekki nema nokkra kynslóðir aftur á bak, og varla það.

 Hvað finnst ykkur?

 


Vantar ekki myndina?

Merkilegt uppátæki, en eins og oft áður, þykir mér vanta lykilatriðið í fréttinni, nefninlega myndina.

 Hér með er bætt úr því. (fyrir ykkur sem brjáluðust ekki á google og funduð þetta á 3,8 sekúndum)

 Tekið af vefnum http://blog.iphonegirl.net/

Chinese-girl


mbl.is Dularfulla „iPhone-stúlkan“ heldur vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 bloggið.

Já, þá er maður kominn með moggablogg. Svona til að geta rifið kjaft á netinu meir en nokkru sinni fyrr, og lýst sínum skoðunum þvers og kruss, enda engin vanþörf á!

 

Svo ég segi örlítið af sjálfum mér.

Þá er ég rúmlega tvítugur drengur, með sterkar skoðanir á flestum málum. Fæddur og uppalinn á Akranesi en er búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er einn þeirra "hræsnara" sem ek um á "stórum bensínsvelgjum" og hef gaman af, það að ferðast um hálendið og sjá óbrotna náttúru Íslands er lífsupplifun sem er ógleymanleg og þakka ég hvern dag er ég lifi, fyrir það að sjá þessar gersemir.

Svo ég telji örlítið til fáksins, þá er ég á '94 módelinu af 4Hlaupara (4runner) sem er knúinn áfram af dísel hrossum. (þó fá séu) Á hann eru skrúfaðir fastir 44" gúmmíbelgir sem notaðir eru til að skaða ekki náttúru landsins þegar ég flakka um hana, sem og slíta vegum ekki óþarflega mikið, enda eru þeir illa uppbyggðir langflestir (þar á meðal þjóðvegur 1) og mega ekki við meira sliti, sem og fjársveltir, enda er allflestum fjármunum ríkisins ráðstafað í dýrindis veislur ráðherra sem og einkaþotur þegar karlagreyin skreppa út úr landi.

Ekki má koma illa fram við þessi grey.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband