Mr. Brown veður aurinn...

Mér sýnist á öllu, að Herra Brown sé einvörðungu að reyna að fela hve miklum aur ríkisstjórn hans er uppfull af. Efnahagsástand heima fyrir er ekki sem best, og er ágætt fyrir þá að finna sér blóraböggul, eins og margir hafa haldið fram. En hverju á maður svosem að trúa? Ríkistjórnin lýgur sig langa, sama með þrjá (fyrrverandi) stærstu bankana... Sjálfsagt restin af öllu? 

Restin af blogginu er ekki beintengd fréttinni, en tengist þó þessu málefni, þið sem hafið ekki áhuga á að lesa það, er bent á að hætta núna.

Ekki þar fyrir, að seðlabankastjóri er genginn af göflunum og ætti að loka inni fyrir sín ummæli, enda er hann búinn að afreka að setja 3 banka gjörsamlega á hausinn núna, í góðu samstarfi við Baug, Björgólfsfeðga og þá frábæru og hæfu ríkisstjórn sem við höfum, hverjum öðrum dettur í hug að setja smið í bakarí og láta baka kökur... Get ekki betur séð en að hann baki eintóm vandræði!

Eitt enn, sem mætti minnast á, að það hefur lítið verið að marka orð bankastjóranna og ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætlast fólk til þess að maður trúi orði sem þessir vitleysingar segja?

Mér þykir ástandið hér heima afar dularfullt, ríkisstjórnin vill engan hengja, en meðan allir þeir sem klúðra sem mest fá að hanga í sínum stöðum óáreittir, er ríkisstjórnin rúin öllu trausti! Þetta veit fólk og almenningur á eftir að fá nóg, ef hann hefur ekki gert það nú þegar.  Ég myndi vilja sjá opinbera rannsókn TAFARLAUST! Að henni verði fylgt eftir með hörku. Án þess að nokkur sé sakfelldur fyrir alvarleg mistök og stjórnun sem jaðrar við mikilmennskubrjálæði (eða jaðrar ekkert við, heldur hreinlega er!) verður þetta í ruglinu.

Ég minntist á við vinnufélagana nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór á hausinn að hann væri á leið þangað, þrátt fyrir "góða eignarfjársstöðu" og bla bla bla... En Glitnir fór, þar með lánstraust bankanna, og þar með fór Landsbankinn. Næstur var náttúrulega Kaupþing, og hvað næst? SPRON? Ísland? Ef við tökum ekki þetta lán fer  Ísland sjálfsagt í þrot. Ég held ég flýji land um svipað leiti, á baðkari, þar sem allar samgöngur verða hvort eð er orðnar löngu síðan stopp.

Væri ekki bara ágætt að fá rússa til að taka yfir Ísland? Pútín virðist amk hafa meiri hemil á þessum helsvítans óreiðumönnum og heimskum pólítíkusum...

Ég veit ekki með ykkur, en ég er orðinn langþreyttur á óvissunni og ruglinu sem er í gangi hér á landi.


mbl.is Fjármunir færðir til bresks útibús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

  Gott innlegg.  og þá sérstaklega hverjum dettur í hug að ráða smið í bakarí, sem bakar ekkert annað en vandræði.  Ríkistjórn okkar og sendisveinar hennar eru nánast búnir að koma okkur á vonarvöl.  Þeir hafa logið og spunnið upp sl. daga og ég efast um að þeir hafi nokkurntíma skilið það aðgerðarplan er þeir lögðu upp með í síðustu viku að reyna komast hjá eins miklum skuldbindingu og mögurlegt væri erlendis.  Kennitöluflakk.

   Omurlegast er þeir taka upp orðatiltækið við erum öll í sama báti, við í áralausum bát á reki, en þeir bæði með árar og jafnvel utborðsmótor.  Tyggir með  sín ´góðu laun, og svo maður tali nú ekki um eftirlauninn.

haraldurhar, 11.10.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Eitt af því versta sem mér þykir um þetta allt saman að eina sem ríkið virðist hafa áhuga á að redda eru þessir fjárans bankar. Fólk tapaði milljörðum á milljarða ofan þarna og allt gott og blessað við að reyna að bjarga sparifé fólks (þó því sé nú mismunað að mér þykir), fyrirtæki sem eiga afar erfitt sökum hrun krónunnar og hárra stýrivaxta .

Ríkið er hægt og rólega að drepa niður allt sem lifandi er í þessu landi. Ég er alvarlega farinn að hallast að því að baugsveldið hafi keypt sjálfstæðisflokkinn upp, á sportrprís enda hafa hlutabréf í sjálfstæðisflokknum hríðfallið síðustu daga... 

Ekkert er að marka ríkið, og var lítið áður, en enn minna í dag. Það er skelfilegt þegar þrír bankar gefa út hve sterk og góð staða þeirra er, en svo fara þeir á hliðina nánast samdægurs... Ég gef Íslandi 7 daga, án efa verðum við gjaldþrota innan þess tíma. Því miður.   Ég mun sakna gamla Íslands.

Svo þetta með að ,,festa gengið'' sem er ein af kjánalegustu og barnalegustu tilraunum Seðlabankastjóra til að bjarga málunum, við þessar aðgerðir sínar, ef aðgerðir skyldu kallast, setti hann gengið okkar gjörsamlega úr skorðunum, og enginn veit lengur hvers virði krónan er, ef einhvers yfir höfuð! Heyrði af því í útvarpinu í dag að hjá Evrópska seðlabankanum væri evran seld á ~330 ISK. Þetta er gjörsamlega útí hött!

Já, við erum svo sannarlega á sama báti, ekki nóg með að karlarnir uppí brú hafa lítið sem ekkert fylgst með þeim í vélasalnum, heldur hafa þeir allir yfirgefið dallinn og sökkt síðustu björgunarbátunum fyrir okkur "smárotturnar" ef svo mætti að orði komast.

Samúel Úlfur Þór, 11.10.2008 kl. 02:29

3 identicon

Eg var stodd a Islandi fyrir rumu ari sidan og lenti i "riflildi" vid mag minn um thad hversu yndislegt og oruggt thad vaeri ad bua a Islandi og ad Islandi vaeri besta land i heimi ad bua a. Eg hef buid i 3 londum a aevi minni og aldrei verid talin mikill fodurlandsvinur. Fordadi mer fra Islandi um leid og taekifaerid gafst og hef alla tid ekki gefid Islandi gott ord herna i USA. Eg sagdi oft i gamla daga ad eg vildi oska thess ad Island mundi hverfa af landakortinu og nuna se eg ad "osk" min er ad uppfyllast. Gallinn vid thad er ad eg a fjolskyldu og vini sem bua thar og mer er ekki alveg sama. Eitthvad sem eg hugsadi ekki um a unglingsarunum thegar eg sagdi thessi ord.

Eg kom oft til Islands sidustu arin og alltaf voru heilu hverfin ad byggjast og folk ad kaupa ser fina bila og fina flotta sofasettid. Eg skildi aldrei hvar folk fekk thessa peninga. Helt ad Islendingar vaeru bara svona rikir og var farin ad trua mag minum ad a Islandi vaeri kannski best ad bua (fyrir utan vedrid og verdid).

Eg keypti mer hus i USA thegar markadurinn var ad nalgast botninn. Thad tok mig langan tima ad fa lan (i dollurum). Eg borgadi 25% nidur. Mer langar rosalega ad eyda morg thusund dollurum i ad endurgera husid mitt, flisaleggja, kaupa flisar, nyja eldhus innrettingu, nyjan bil, ...............en eg veit hver min takmork eru. Afhverju thurfa tha skattgreidendur, baedi her i USA og a Islandi ad vera ad borga fyrir svona folk sem reiknudu ekki malid til enda?? Eg a ekki ad thurfa ad borga fyrir adra sem toku lan a husid sitt til ad fara i ferdalag til Florida. Thetta er bara faranlegt

Birna (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband