Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sinfest tæklar bankakreppuna...

Ég var að lesa sinfest.net sem er alltaf jafn æðisleg síða. (vef myndasaga fyrir þá sem ekki þekkja til, mæli með þeim)

Allavegana, rakst á þessa æðislegu strípu: Bankakreppa

(vona að linkurinn virki...) Varð bara að deila þessu með ykkur. Þetta er svo satt að það stingur í hjartað. Með öðrum orðum, þeim sem bera ábyrgð á þessu, verður aldrei refsað.


3. Hvað gerist eftir kreppuna?

Þó ég hafi áhyggjur af kreppunni, og öllum þessum vandræðum, atvinnuleysinu og öllu saman. Þá hef ég meiri áhyggjur af því sem gerist eftir kreppuna.

Sagan hefur kennt okkur einn hlut varðandi alvarlegar kreppur, það sem rífur okkur uppúr þeim er oftar en ekki hernaðarbrölt. Hvaða stjórnmálaflokkar komast til valda í kreppunni eða lok hennar? Verða það íhaldsmenn, kommúnistar eða jafnvel, hópur sem vill ná völdum, jafnvel yfir öðrum þjóðum, á mjög siðlausan hátt? Ég hef svosem ekki miklar áhyggjur af svona ástandi hér heima, en erlendis, hef ég vissulega áhyggjur af þessu.  Kannske óþarfar, en sagan á því miður það til, að endurtaka sig, við munum nefninlega ekki nema nokkra kynslóðir aftur á bak, og varla það.

 Hvað finnst ykkur?

 


N1 bloggið.

Já, þá er maður kominn með moggablogg. Svona til að geta rifið kjaft á netinu meir en nokkru sinni fyrr, og lýst sínum skoðunum þvers og kruss, enda engin vanþörf á!

 

Svo ég segi örlítið af sjálfum mér.

Þá er ég rúmlega tvítugur drengur, með sterkar skoðanir á flestum málum. Fæddur og uppalinn á Akranesi en er búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er einn þeirra "hræsnara" sem ek um á "stórum bensínsvelgjum" og hef gaman af, það að ferðast um hálendið og sjá óbrotna náttúru Íslands er lífsupplifun sem er ógleymanleg og þakka ég hvern dag er ég lifi, fyrir það að sjá þessar gersemir.

Svo ég telji örlítið til fáksins, þá er ég á '94 módelinu af 4Hlaupara (4runner) sem er knúinn áfram af dísel hrossum. (þó fá séu) Á hann eru skrúfaðir fastir 44" gúmmíbelgir sem notaðir eru til að skaða ekki náttúru landsins þegar ég flakka um hana, sem og slíta vegum ekki óþarflega mikið, enda eru þeir illa uppbyggðir langflestir (þar á meðal þjóðvegur 1) og mega ekki við meira sliti, sem og fjársveltir, enda er allflestum fjármunum ríkisins ráðstafað í dýrindis veislur ráðherra sem og einkaþotur þegar karlagreyin skreppa út úr landi.

Ekki má koma illa fram við þessi grey.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband